Lífið

Fjölmenni þegar nýtt kaffihús úti á Granda var opnað

Stefán Árni Pálsson skrifar
Egill Björgvinsson eigandi sér um að baka bollakökur alla daga. Hann er hér lengst til vinstri.
Egill Björgvinsson eigandi sér um að baka bollakökur alla daga. Hann er hér lengst til vinstri.
Nýtt kaffihús var formlega opnað klukkan tíu í morgun úti Granda og var í tilefni af því slegið til opnunarveislu hjá CupCake Café á laugardaginn.

Fjölmennt var í opnunarteitinu og komust færri að en vildu. Um er að ræða lítið og krúttlegt kaffihús og er markmiðið þar að bjóða upp á ljúffengar bollakökur. CupCake Café er til húsa við Mýrargötu 26.

Kaffihúsið opnar klukkan tíu alla daga og er opið til 18:00. Hér að neðan má sjá nokkrar skemmtilegar myndir frá opnunarteitinu á laugardaginn.

Töluverð röð myndaðist fyrir utan kaffihúsið á laugardaginn.
Elísabet Guðmundsdóttir er eigandi staðarins ásamt Agli en hún sést hér fyrir miðju. Lengst til vinstri er Lísa Rún Kjartansdóttir og lengst til hægri má sjá Kamillu Dögg Guðmundsdóttir.
Mikið fjör var á svæðinu á laugardaginn. Baka þurfti mörg hundruð bollakökur.
Bollukökur í öllum regnbogans litum.
Boðið upp á Kaffi, samlokur (Brauðið frá Brauð&Co), bollakökur, hafragraut og margt fleira.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×