Handbolti

Björgvin Páll: Í fyrsta skipti í langan tíma er ég stressaður fyrir leik

Anton Ingi Leifsson skrifar
Björgvin í búningi Hauka.
Björgvin í búningi Hauka. vísir/stefán

„Þetta er sigur. Þetta var erfiður sigur, en við vorum með þá allan leikinn þó við misstum þetta í tæpan leik í restina,” sagði Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Hauka, í samtali við Vísi í leikslok eftir tveggja marka sigur Hauka á ÍR í fyrstu umferð Olís-deildar karla.

„Það var gaman að sigla þessum heim, en ÍR spilaði hörkuvörn á okkur í síðari hálfleik. Grétar var að verja mjög vel í markinu og það gerði okkur þetta erfitt fyrir.”

Haukar spiluðu mjög vel varnarlega í fyrri hálfleik og það má kannski sjá það á úrslitunum að þetta er ekki skor sem menn eru vanir því að sjá í nútíma handbolta.

„Það er smá gamaldags skor á þessu, 21-19, en við erum sáttir við að halda vörninni vel svo ég er kátur,” en varnarleikur Hauka var hreint út sagt frábær, sér í lagi í fyrri hálfleik og Björgvin öflugur þar fyrir aftan:

„Hann var geggjaður í fyrri hálfleik. Kristján í hægra horninu var að fara dálítið illa með mig í fyrri hálfleik, en þetta er auðvitað bara byrjunin. Við erum búnir að spila vel varnarlega á undirbúningstímabilinu," en hvernig er að vera kominn heim?

„Geggjað. Æðislegt að komast heim og í fyrsta skipti í langan tíma var ég stressaður fyrir handboltaleik,” sagði þessi skemmtilegi markvörður að lokum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira