Erlent

Reiði vegna sölu á kvóta til Svía

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Sænskar útgerðir eiga nú danska síldar- og makrílkvóta upp á rúmlega einn milljarð danskra króna.
Sænskar útgerðir eiga nú danska síldar- og makrílkvóta upp á rúmlega einn milljarð danskra króna. fréttablaðið/óskar
Danskar stórútgerðir hafa selt fjórum sænskum útgerðum 23 prósent af kvóta sínum. Formaður félags strandveiðimanna, Søren Jacobsen, segir þetta afar slæmt. Undanfarinn áratug hafi 49 litlum höfnum verið lokað vegna þess að kvótarnir eru komnir á svo fáar hendur.

Jacobsen segir í viðtali við danska ríkisútvarpið að fiskurinn sé sameiginleg auðlind þjóðarinnar sem verið sé að selja úr landi. Þar með tapist mörg störf.

Sænskar útgerðir eiga nú danska síldar- og makrílkvóta upp á rúmlega einn milljarð danskra króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×