Körfubolti

Kristófer til Filippseyja

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kristófer í leik með íslenska landsliðinu á EM.
Kristófer í leik með íslenska landsliðinu á EM. vísir/ernir

Landsliðsmaðurinn Kristófer Acox hefur samið við Star Hotshots sem spilar í efstu deild á Filippseyjum. Þetta staðfesti Kristófer í samtali við mbl.is.

Kristófer mun leika með KR í vetur eins og áætlað var. Ekki er þó víst hvenær hann kemur til liðs við Íslands- og bikarmeistaranna.

Fjórar umferðir eru eftir að deildakeppninni á Filippseyjum. Star Hotshots er í 7. sæti deildarinnar og þarf að vinna þrjá af fjórum leikjum sem eftir eru til að komast í úrslitakeppnina.

Kristófer gæti misst af fyrsta leik KR í Evrópukeppninni en ólíklegt þykir að hann muni missa af leikjum í Domino's deildinni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira