Íslenski boltinn

Pepsi-mörkin: Ejub er að fara að brjóta sjónvarpið sitt

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Sérfræðingarnir í Pepsi-mörkunum á Stöð 2 Sport höfðu nóg að tala um þegar að þeir tóku fyrir leik Víkings Ólafsvíkur og Fjölnis um helgina.

Heimamenn komust í 3-0 forystu en þá tóku Fjölnismenn við og skoruðu fjögur mörk. Víkingar náðu þó að koma til baka og jafna metin í 4-4, sem urðu lokatölur leiksins.

„Var þetta karakter hjá Fjölni að snúa þessu í 4-3 eða karakter hjá Ólafsvík að koma til baka eftir höggið?“ spurði Hjörvar Hafliðason.

„Merkilegast fannst mér að Víkingar lögðu niður störf eftir 3-0 markið - þá hættu þeir,“ benti Óskar Hrafn Þorvaldsson á.

Þegar varnarleikur Ólafsvíkinga í þriðja marki Fjölnis var skoðuð stóð ekki á viðbrögðunum.

„Ejub er að fara að brjóta sjónvarpið sitt núna. Þetta er bara hryllilegt,“ sagði Hjörvar og þáttastjórnandinn Hörður Magnússon tók í svipaðan streng.

„Það er mjög gott orðatiltæki á ensku, „Comedy of errors“. Það lýsir þessu vel.“


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira