Lífið

Einkaeyja Richard Branson rústir einar eftir Irmu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Svona leit eyjan út árið 2013.
Svona leit eyjan út árið 2013.

Breski auðkýfingurinn Sir Richard Branson á eyjuna Necker sem staðsett er nálægt Púertó Ríkó og Jómfrúaeyjum.

Fellibylurinn Irma gekk yfir eyjuna um helgina og sýnir Branson frá skemmdunum á eignum hans á Twitter.

Fellibylurinn Irma hefur valdið miklu tjóni og eyðileggingu og hafa hátt í þrjátíu manns látist í Karabíahafinu og í Bandaríkjunum.

Hér að neðan má sjá myndir sem Branson deilir frá eyðileggingunni eftir Irmu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira