Íslenski boltinn

Pepsi-mörkin: Klárlega brotið á Haraldi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Óhætt er að segja að umdeilt atvik hafi átt sér stað á Víkingsvellinum á sunnudaginn í jafntefli Víkings og Stjörnunnar.

Gestirnir úr Garðabænum voru mjög ósáttir við að síðara mark Víkings í leiknum fékk að standa. Töldu þeir brotið á markverðinum, Haraldi Björnssyni.

„Það er ekki hægt annað en að dæma á þetta og mistök hjá Gunnari Jarli í þessu atviki,“ sagði Hjörvar Hafliðason um markið.

Stjörnumenn jöfnuðu metin í lokin 2-2 en misstu af dýrmætum stigum í toppbaráttunni.

Umræðuna um markið, og markið sjálft, má sjá í spilaranum að ofan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira