Lífið

Fangar íslenska sumarið í skemmtilegu myndbandi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Íslenska sumarið er best.
Íslenska sumarið er best.

„Þetta eru allt raunveruleg augnablik frá því í sumar, reynt eftir bestu getu að ná þeim á filmu, þegar þau áttu sér stað,“ segir Davíð Arnar Oddgeirsson sem er þekktur fyrir skemmtileg myndbönd á samfélagsmiðlum. Í nýjasta myndbandinu nær hann að fanga fallegt og skemmtilegt íslenskt sumar.

„Mig langar sérstaklega að þakka öllum kærlega sem koma fram í þessu myndbandi, vinir, fjölskylda, kunningjar og random fólk og nenntu að þola mig þegar ég var að setja upp eða troða myndavél í smettið á þeim. Það þægilega við það allt saman var þó það að þau öll eiga það sameiginlegt að vera einstaklega hæfileikaríkt fólk og flest af þessum skotum náðust því í one take.“

Hér að neðan má sjá þetta fína myndband frá Davíð.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira