Enski boltinn

Bann Mane stendur, áfrýjun Liverpool hafnað

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Sadio Mane fékk rautt fyrir þetta.
Sadio Mane fékk rautt fyrir þetta. Vísiri/Getty

Enska knattspyrnusambandið hefur staðfest þriggja leikja bann Sadio Mane, en Liverpool áfrýjaði lengd bannsins.
Forráðamönnum Liverpool fannst bannið of langt, en Mane fékk að líta beint rautt spjald í 5-0 tapi gegn Manchester City á laugardaginn.
Í yfirlýsingu frá enska knattspyrnusambandinu segir: „Þriggja leikja bann Sadio Mane stendur eftir að áfýjun vegna harðrar refsingar var hafnað.“
Senegalinn Mane mun því missa af leikjum Liverpool gegn Burnley og Leicester í úrvalsdeildinni og gegn Leicester í deildarbikarnum.


Tengdar fréttir

Liverpool áfrýjar banni Mane

Liverpool ætlar að áfrýja leikbanni Sadio Mane. Mane fékk rautt spjald í leik Liverpool gegn Manchester City um helgina og hefur verið dæmdur í þriggja leikja bann af enska knattspyrnusambandinu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira