Tónlist

Fastur í lyftu í nýju myndbandi Radiohead

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Fastur í lyftu með fullt af jakkafataklæddum mönnum. Martröð Thom Yorke.
Fastur í lyftu með fullt af jakkafataklæddum mönnum. Martröð Thom Yorke. Vísir/Skjáskot

Thom Yorke, söngvari Radiohead, er fastur í lyftu í glænýju myndbandi hljómsveitarinnar við lagið Lift sem kom út í dag. Lagið var gefið út fyrr á árinu eftir margra ára veru í skúffunni góðu.

Myndbandið er nokkuð sérstakt eins og búast má við frá hljómsveitinni Radiohead. Þar má sjá Yorke ferðast niður á við í lyftu, en texti lagsins fjallar einmitt um það að vera fastur í lyftu. Lagið hefur þá sérstöðu meðal laga Radiohead að vera eina lagið sem hljómsveitin hefur gefið út þar sem Thom Yorke ávarpar sjálfan sig í textanum.

Lagið var samið á sama tíma og hljómsveitin vann að OK Computer sem kom út árið 1997. Lagið var þó ekki að finna á plötunni sjálfri og kom reyndar ekki opinberlega út fyrr en í maí síðastliðnum, sem hluti af sérstakri viðhafnarútgáfu OK Computer í tilefni af 20 ára afmæli hennar

Athygli vakti í sumar þegar Ed O'Brien, gítarleikari hljómsveitarinnar, sagði í viðtali við BBC að hljómsveitin hefði gefist upp á því að koma laginu fyrir á OK Computer, það hefði einfaldlega gert hljómsveitina of vinsæla.

Myndbandið má sjá hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir

Lagið sem hefði gert Radiohead of vinsæla loks að koma út

Síðar í þessum mánuði verða tuttugu ár frá því að meistaraverk Radiohead, platan OK Computer, var gefin út. Til þess að minnast þess áfanga mun hljómsveitin gefa út viðhafnarútgáfu af plötunni þar sem með fylgja lög sem tekin voru upp á sama tíma og OK Computer en fengu ekki að að fljóta með á plötunni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira