Körfubolti

Treyja Bryants verður hengd upp í rjáfur í desember

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kobe Bryant varð fimm sinnum NBA-meistari með Los Angeles Lakers.
Kobe Bryant varð fimm sinnum NBA-meistari með Los Angeles Lakers. vísir/getty

Los Angeles Lakers ætlar að hengja treyju Kobe Bryant upp í rjáfur fyrir leik gegn Golden State Warriors 18. desember næstkomandi. ESPN greinir frá.

Bryant spilaði bæði númer 8 og 24 hjá Lakers en ekki liggur fyrir hvort númerið verður lagt til hliðar.

Bryant spilaði með Lakers í 20 ár og varð fimm sinnum NBA-meistari með liðinu. Hann er þriðji stigahæsti leikmaður í sögu NBA.

Bryant lagði skóna á hilluna eftir leik gegn Utah Jazz 13. apríl 2016. Hann skoraði 60 stig í leiknum.

Bryant verður tíundi leikmaðurinn sem fær treyjuna sína hengda upp í rjáfur hjá Lakers. Hinir eru Wilt Chamberlain (13), Elgin Baylor (22), Gail Goodrich (25), Magic Johnson (32), Abdul-Jabbar (33), O'Neal (34), James Worthy (42), Jerry West (44) og Jamaal Wilkes (52).

NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira