Körfubolti

Yngri Gasolinn frábær þegar Spánverjar komust í undanúrslit

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Þjóðverjar réðu ekkert við Marc Gasol.
Þjóðverjar réðu ekkert við Marc Gasol. vísir/getty

Marc Gasol átti stjörnuleik þegar Spánn vann Þýskaland, 72-84, í 8-liða úrslitum EM í körfubolta í dag.

Gasol skoraði 28 stig, tók 10 fráköst, gaf fjórar stoðsendingar og varði tvö skot. Hann hitti úr 10 af 15 skotum sínum og var með 37 framlagspunkta.

Eldri bróðir hans, Pau Gasol, átti einnig fínan leik. Hann skoraði 19 stig og tók fjögur fráköst.

Sergio Rodríguez skoraði 11 stig og gaf sjö stoðsendingar. Ricky Rubio skoraði tvö stig en gaf átta stoðsendingar. Alls gaf spænska liðið 26 stig stoðsendingar en það þýska aðeins 14.

Dennis Schröder var allt í öllu hjá Þýskalandi. Hann skoraði 27 stig, tók fjögur fráköst og gaf átta stoðsendingar. Schröder tapaði reyndar boltanum sjö sinnum, oftast allra á vellinum. David Theis skoraði 15 stig fyrir Þjóðverja og tók fjögur fráköst.

Spánverjar, sem eru ríkjandi Evrópumeistarar, mæta annað hvort Slóvenum eða Lettum í undanúrslitunum á fimmtudaginn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira