Enski boltinn

Hodgson sá elsti til að taka við liði í ensku úrvalsdeildinni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Roy Hodgson er mættur til starfa á nýjan leik.
Roy Hodgson er mættur til starfa á nýjan leik. vísir/getty
Roy Hodgson var í gær ráðinn knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Crystal Palace.



Hodgson tekur við stjórastarfinu af Frank de Boer sem var rekinn á mánudaginn. De Boer var aðeins 77 daga við stjórnvölinn hjá Palace.

Hodgson er sá elsti sem hefur verið ráðinn stjóri liðs í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Hann er 70 ára og 34 daga gamall.

Hodgson hefur verið í fríi frá fótbolta eftir að hann hætti sem landsliðsþjálfari Englands eftir tapið fræga fyrir Íslandi á EM í fyrra.

Hodgson bíður erfitt verkefni á Selhurst Park en Palace er án stiga og hefur ekki enn skorað mark í ensku úrvalsdeildinni.

Palace mætir Southampton á laugardaginn í fyrsta leik liðsins undir stjórn Hodgson. Í næstu þremur deildarleikjum þar á eftir mætir Palace Manchester-liðunum City og United og Chelsea.


Tengdar fréttir

Hodgson tekinn við Crystal Palace

Roy Hodgson hefur verið ráðinn knattspyrnustjóri Crystal Palace ef marka má færslu frá Steve Parish, stjórnarformanni félagsins, á Instagram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×