Enski boltinn

Hodgson sá elsti til að taka við liði í ensku úrvalsdeildinni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Roy Hodgson er mættur til starfa á nýjan leik.
Roy Hodgson er mættur til starfa á nýjan leik. vísir/getty

Roy Hodgson var í gær ráðinn knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Crystal Palace.

Hodgson tekur við stjórastarfinu af Frank de Boer sem var rekinn á mánudaginn. De Boer var aðeins 77 daga við stjórnvölinn hjá Palace.

Hodgson er sá elsti sem hefur verið ráðinn stjóri liðs í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Hann er 70 ára og 34 daga gamall.Hodgson hefur verið í fríi frá fótbolta eftir að hann hætti sem landsliðsþjálfari Englands eftir tapið fræga fyrir Íslandi á EM í fyrra.

Hodgson bíður erfitt verkefni á Selhurst Park en Palace er án stiga og hefur ekki enn skorað mark í ensku úrvalsdeildinni.

Palace mætir Southampton á laugardaginn í fyrsta leik liðsins undir stjórn Hodgson. Í næstu þremur deildarleikjum þar á eftir mætir Palace Manchester-liðunum City og United og Chelsea.


Tengdar fréttir

Hodgson tekinn við Crystal Palace

Roy Hodgson hefur verið ráðinn knattspyrnustjóri Crystal Palace ef marka má færslu frá Steve Parish, stjórnarformanni félagsins, á Instagram.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira