Viðskipti innlent

Stundin tapaði tæplega níu milljónum í fyrra

Hörður Ægisson skrifar
Tekjur af starfsemi Stundarinnar jukust um liðlega 30 milljónir á milli ára og námu samtals 120,6 milljónum á árinu 2016.
Tekjur af starfsemi Stundarinnar jukust um liðlega 30 milljónir á milli ára og námu samtals 120,6 milljónum á árinu 2016.

Útgáfufélagið Stundin ehf. var rekið með tæplega 8,6 milljóna króna tapi í fyrra borið saman við 12,9 milljóna króna tap árið áður. Samkvæmt nýbirtum ársreikningi var eigið fé félagsins jákvætt um 2,9 milljónir í árslok 2016.

Tekjur af starfsemi Stundarinnar jukust um liðlega 30 milljónir á milli ára og námu samtals 120,6 milljónum á árinu 2016. Tilkynnt var um það í nóvember 2015 að prentútgáfa Stundarinnar myndi koma út tvisvar í mánuði í stað einu sinni.

Útgáfukostnaður Stundarinnar var ríflega 50 milljónir í fyrra og þá jókst launakostnaður um 20 milljónir á milli ára og var samtals 67 milljónir. Á árinu 2016 voru 8,8 stöðugildi hjá félaginu. Heildar­skuldir Stundarinnar nema 12,6 milljónum króna, að stærstum hluta viðskiptaskuldir.

Hluthafar félagsins voru 16 talsins í lok síðasta árs en sjö hluthafar, meðal annars ritstjórarnir Jón Trausti Reynisson og Ingibjörg Dögg Kjartansdóttur, áttu hver um sig 12,2 prósenta hlut. 

Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.

Uppfært klukkan 10:49
Í fyrri útgáfu fréttarinnar var Ingibjörg sögð aðstoðarritstjóri. Hún er ritstjóri ásamt Jóni Trausta. Beðist er velvirðingar á þessu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
TM
1,74
1
17.550
ICEAIR
1,68
13
131.955
ORIGO
0,97
1
303
HAGA
0,49
2
66.588
ARION
0,12
11
56.578

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REITIR
-1,32
5
20.919
REGINN
-1,13
6
191.670
SKEL
-0,88
4
16.046
HEIMA
-0,82
2
243
VIS
-0,7
3
61.836