Fótbolti

Sóknartríó PSG í stuði í Skotlandi | Öll úrslit kvöldsins í Meistaradeildinni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu hófst í kvöld með átta leikjum.

Paris Saint-Germain átti ekki í neinum vandræðum með að leggja Celtic að velli í Glasgow í B-riðli. Lokatölur 0-5.

Neymar og Kylian Mbappé skoruðu í sínum fyrsta Meistaradeildarleik fyrir PSG. Edinson Cavani gerði tvö mörk og þá skoraði Mikael Lustig, varnarmaður Celtic, sjálfsmark.

Í hinum leik riðilsins bar Bayern München sigurorð af Anderlecht, 3-0. Belgarnir voru einum færri frá 11. mínútu.

Manchester United vann 3-0 sigur á Basel á Old Trafford í A-riðli. Í hinum leik riðilsins kom CSKA Moskva til baka og vann 1-2 sigur á Benfica.

Chelsea tók Qarabag í bakaríið í C-riðli og vann 6-0 sigur. Þá gerðu Roma og Atlético Madrid markalaust jafntefli á Ólympíuleikvanginum í Róm. Það var eini markalausi leikur kvöldsins.

Lionel Messi var í miklu stuði þegar Barcelona vann 3-0 sigur á Juventus í D-riðli. Messi skoraði tvö mörk og Ivan Rakitic eitt.

Í hinum leik D-riðils vann Sporting 2-3 útisigur á Olympiacos.

Úrslit kvöldsins:

A-riðill:

Man Utd 3-0 Basel
1-0 Maraoune Fellaini (35.), 2-0 Romelu Lukaku (53.), 3-0 Marcus Rashford (84.).

Benfica 1-2 CSKA Moskva
1-0 Haris Seferovic (50.), 1-1 Vitinho, víti (63.), 1-2 Timur Zhamaletdinov (71.).

B-riðill:

Celtic 0-5 PSG
0-1 Neymar (19.), 0-2 Kylian Mbappé (34.), 0-3 Edinson Cavani, víti (40.), 0-4 Mikael Lustig, sjálfsmark (83.), 0-5 Cavani (85.).

Bayern München 3-0 Anderlecht
1-0 Robert Lewandowski, víti (12.), 2-0 Thiago Alcantara (65.), 3-0 Joshua Kimmich (90+1.).
Rautt spjald: Sven Kums, Anderlecht (11.).

C-riðill:

Chelsea 6-0 Qarabag
1-0 Pedro Rodríguez (5.), 2-0 Davide Zappacosta (30.), 3-0 Cesar Azpilicueta (55.), 4-0 Tiémoué Bakayoko (71.), 5-0 Michy Batshuayi (76.), 6-0 Maksim Medvedev, sjálfsmark (82.).

Roma 0-0 Atlético Madrid

D-riðill:

Barcelona 3-0 Juventus
1-0 Lionel Messi (45.), 2-0 Ivan Rakitic (56.), 3-0 Messi (69.).

Olympiacos 2-3 Sporting
0-1 Seydou Doumbia (2.), 0-2 Gelson Martins (13.), 0-3 Bruno Fernandes (43.), 1-3 Felipe Pardo (90.), 2-3 Pardo (90+3.).


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira