Enski boltinn

Cardiff tapaði fyrsta leiknum og missti toppsætið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Aron Einar lék allan leikinn fyrir Cardiff.
Aron Einar lék allan leikinn fyrir Cardiff. vísir/getty

Aron Einar Gunnarsson var í byrjunarliði Cardiff City sem tapaði 3-0 fyrir Preston á Deepdale í ensku B-deildinni í kvöld.

Þetta var fyrsta tap velska liðsins á tímabilinu. Cardiff er í 2. sæti deildarinnar með 16 stig, einu stigi á eftir toppliði Leeds United sem vann Birmingham City, 2-0, í kvöld.

Birkir Bjarnason var tekinn af velli í hálfleik þegar Aston Villa gerði markalaust jafntefli við Middlesbrough á Villa Park.

Tvö rauð spjöld fóru á loft í leiknum. Adama Traoré, leikmaður Boro, var rekinn út af strax á 4. mínútu og Henri Lansbury, leikmaður Villa, fór sömu leið á 64. mínútu.

Birkir og félagar eru í 18. sæti deildarinnar en þeir hafa aðeins unnið einn leik á tímabilinu.

Hörður Björgvin Magnússon sat allan tímann á varamannabekknum þegar Bristol City gerði 3-3 jafntefli við Wolves á útivelli. Bristol City er í 12. sæti deildarinnar með 10 stig.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira