Handbolti

Guðrún Ósk bjargaði stigi fyrir Íslandsmeistarana | Myndir

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Guðrún Ósk Maríasdóttir var hetja Fram í kvöld.
Guðrún Ósk Maríasdóttir var hetja Fram í kvöld. vísir/ernir

Fram fékk Gróttu í heimsókn í 1. umferð Olís-deildar kvenna í kvöld. Leikar fóru 24-24.

Framkonur geta þakkað Guðrúnu Ósk Maríasdóttir fyrir stigið en hún varði vítakast Lovísu Thompson á lokasekúndunum.

Ragnheiður Júlíusdóttir var markahæst í liði Íslandsmeistara Fram með sjö mörk og Þórey Rósa Stefánsdóttir skoraði sex, þar af fjögur í fyrri hálfleik. Aðeins fimm leikmenn Fram komust á blað í kvöld.

Lovísa skoraði sex mörk fyrir Gróttu og þær Unnur Ómarsdóttir og Kristjana Björk Steinarsdóttir sitt hvor fimm mörkin.

Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Framhúsinu og tók myndirnar hér að neðan.

Mörk Fram:
Ragnheiður Júlíusdóttir 7, Þórey Rósa Stefánsdóttir 6, Sigurbjörg Jóhannsdóttir 5/2, Hildur Þorgeirsdóttir 4, Elísabet Gunnarsdóttir 2.

Mörk Gróttu:
Lovísa Thompson 6, Unnur Ómarsdóttir 5/1, Kristjana Björk Steinarsdóttir 5, Þóra Guðný Arnarsdóttir 4, Emma Havin Sardarsdóttir 2, Elva Björg Arnarsdóttir 1, Guðrún Þorláksdóttir 1.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira