Fótbolti

Alfreð: Eiður Smári er leikmaðurinn sem mín kynslóð leit upp til

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Eiður og Alfreð ganga af velli 5-2 tap Íslands fyrir Frakklandi í 8-liða úrslitum á EM í fyrra.
Eiður og Alfreð ganga af velli 5-2 tap Íslands fyrir Frakklandi í 8-liða úrslitum á EM í fyrra. vísir/getty

Samkeppnin um stöðu framherja í íslenska landsliðinu er mikil en þó þarf ekki lengur að keppa um sæti við markahæsta landsliðsmanninn, Eið Smára Guðjohnsen. Hann hefur ekkert spilað frá því á EM í fyrra og greindi frá því í viðtali á föstudaginn að skórnir væru komnir upp í hillu.

Alfreð Finnbogason er þeirrar skoðunar að Eiður Smári sé besti leikmaður Íslands, af þeim sem hann hefur séð spila.

„Hann er leikmaðurinn sem öll mín kynslóð leit upp til og horfði á í hverri viku þegar hann spilaði með Chelsea og Barcelona. Hann gaf okkur von um að Íslendingur gæti komist á toppinn. Leikmaður sem ég fílaði mjög mikið og leit upp til,“ segir Alfreð. Þá hafi hann verið góður og mikilvægur liðsfélagi.

„Á EM kom reynsla hans og karakter bersýnilega í ljós á ákveðnum stundum, þegar einhver þurfti að taka af skarið. Allir báru mikla virðingu fyrir honum og hans afrek tala sínu máli. Ég er mjög stoltur að hafa spilað með honum.“


Tengdar fréttir

Alfreð nýtur sín í fjölskyldustemmningu hjá Augsburg

Landsliðsframherjinn skoraði öll þrjú mörk Augsburg þegar liðið vann Köln um helgina. Hann er á sínu þriðja tímabili hjá Augsburg sem hefur byrjað betur en oft áður. Alfreð er alltaf með skýr markmið.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira