Innlent

Blaut vika framundan

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Landsmenn ættu að venjast regni á rúðum í vikunni.
Landsmenn ættu að venjast regni á rúðum í vikunni. Vísir/Getty

Íbúar Austurlands ættu að gera ráð fyrir leiðinlegu veðri í dag. Veðurstofan áætlar að vikan verði blaut á landinu en að það muni blása og rigna á Norðaustur- og Austurland í dag. Þá gæti jafnvel verið slydda til fjalla. Það verður norðanátt á landinu, 5 til 13 m/s en 13 til 20 m/s á Austurlandi. Veðrið verður skaplegra á Suður- og Vesturland þar sem gert er ráð fyrir þurru og björtu veðri.

Aftur verður hvassast á Austurlandi á morgun. Þá verður dálítíl rigning norðaustantil í fyrstu en annars bjart með köflum. Hitinn verður á bilinu 5 til 13 stig, hlýjast á Suðurlandi.

Nánar á veðurvef Vísis.


Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag:
Norðvestan 5-15 m/s, hvassast austast. Bjart með köflum, en dálítil rigning NA-lands í fyrstu. Hiti 4 til 14 stig, hlýjast syðst.

Á föstudag:
Vestan 5-10 og skýjað en úrkomulítið. Hlýnandi veður. Sunnan 8-13 V-lands um kvöldið.

Á laugardag:
Ákveðin sunnanátt og bjart með köflum á A-verðu landinu, en súld eða rigning V-til. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast NA-lands.

Á sunnudag:
Sunnanátt og rigning, en þurrt og hlýtt veður NA-lands.

Á mánudag:
Sunnanátt og súld eða rigning með köflum, en yfirleitt þurrt N-lands. Hiti 7 til 13 stig að deginum, hlýjast á NA-landi.

Á þriðjudag:
Útlit fyrir suðlæga átt með rigningu, einkum S- og V-lands.



Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira