Innlent

Blaut vika framundan

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Landsmenn ættu að venjast regni á rúðum í vikunni.
Landsmenn ættu að venjast regni á rúðum í vikunni. Vísir/Getty
Íbúar Austurlands ættu að gera ráð fyrir leiðinlegu veðri í dag. Veðurstofan áætlar að vikan verði blaut á landinu en að það muni blása og rigna á Norðaustur- og Austurland í dag. Þá gæti jafnvel verið slydda til fjalla. Það verður norðanátt á landinu, 5 til 13 m/s en 13 til 20 m/s á Austurlandi. Veðrið verður skaplegra á Suður- og Vesturland þar sem gert er ráð fyrir þurru og björtu veðri.

Aftur verður hvassast á Austurlandi á morgun. Þá verður dálítíl rigning norðaustantil í fyrstu en annars bjart með köflum. Hitinn verður á bilinu 5 til 13 stig, hlýjast á Suðurlandi.



Nánar á veðurvef Vísis.


Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag:

Norðvestan 5-15 m/s, hvassast austast. Bjart með köflum, en dálítil rigning NA-lands í fyrstu. Hiti 4 til 14 stig, hlýjast syðst.

Á föstudag:

Vestan 5-10 og skýjað en úrkomulítið. Hlýnandi veður. Sunnan 8-13 V-lands um kvöldið.

Á laugardag:

Ákveðin sunnanátt og bjart með köflum á A-verðu landinu, en súld eða rigning V-til. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast NA-lands.

Á sunnudag:

Sunnanátt og rigning, en þurrt og hlýtt veður NA-lands.

Á mánudag:

Sunnanátt og súld eða rigning með köflum, en yfirleitt þurrt N-lands. Hiti 7 til 13 stig að deginum, hlýjast á NA-landi.

Á þriðjudag:

Útlit fyrir suðlæga átt með rigningu, einkum S- og V-lands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×