Viðskipti innlent

„Morgunljóst að einka­aðilar verða að koma að uppbyggingu innviða hér á landi“

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Frá framkvæmdum við göngustíg við Suðurlandsbraut.
Frá framkvæmdum við göngustíg við Suðurlandsbraut. Vísir/Anton

Hið opinbera getur ekki eitt og sér staðið að framkvæmdum á næstu árum og því er „morgunljóst“ að einkaaðilar verða að koma að uppbyggingu innviða hér á landi. Samkeppnishæfni Íslands sé í húfi. Þetta segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka Iðnaðarins sem ritaði grein í Fréttablaðið í morgun.

Samtökin vinna nú að úttekt á stöðu innviða landsins en Sigurður segir að hundruð milljarða þurfi að verja til innviðauppbyggingar enda séu þeir ekki nógu sterkir og styðji ekki við framtíðarvöxt á Íslandi.

Innviðaverkefnin eru fjölbreytt að mati Sigurðar og nefnir hann meðal annars samgönguframkvæmdir, að tryggja þurfi flutning raforku sem og gagnatengingar á landsbyggðinni.

Sigurður Hannesson.

„Það er morgunljóst að einka­aðilar verða að koma að uppbyggingu innviða hér á landi. Hið opinbera getur ekki eitt og sér staðið að framkvæmdum upp á hundruð milljarða á næstu árum,“ skrifar Sigurður og bætir við að innlendir jafnt sem erlendir fjárfestar eru áhugasamir um innviðauppbyggingu hér á landi.

Núna rétti tíminn
Hann segir rétta tímann til að ráðast í framkvæmdir vera núna, ekki síst vegna þess að það muni draga úr hagvexti á næstu árum. Þar með skapist svigrúm til framkvæmda.

„Þessu til viðbótar þarf hvort sem er að fjárfesta til að styðja við framtíðarvöxt. Niðurstöður nýlegra útboða í gatnagerð á höfuðborgarsvæðinu benda til þess að nú sé hagstætt að ráðast í framkvæmdir. Það er ekki eftir neinu að bíða.“

Grein Sigurðar má nálgast með því að smella hér.


Tengdar fréttir

Heildstæð úttekt sýnir hundraða milljarða gat

Innviði landsins þarf að þróa og uppfæra í takt við þarfir samfélagsins og framtíð þess. Sú uppbygging er forsenda þess að atvinnulíf blómstri um land allt. Þetta á við um samgöngur, fjarskipti, gagnatengingar og raforku.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
TM
1,74
1
17.550
ICEAIR
1,68
13
131.955
ORIGO
0,97
1
303
HAGA
0,49
2
66.588
ARION
0,12
11
56.578

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REITIR
-1,32
5
20.919
REGINN
-1,13
6
191.670
SKEL
-0,88
4
16.046
HEIMA
-0,82
2
243
VIS
-0,7
3
61.836