Leikjavísir

Strákarnir okkar í tölvuleikjaformi: Margir eins og klipptir úr hryllingsmynd

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Ari Freyr, Gylfi Þór, Hörður Björgvin og Jóhann Berg. Hvað er Hörður Björgvin aftur gamall?
Ari Freyr, Gylfi Þór, Hörður Björgvin og Jóhann Berg. Hvað er Hörður Björgvin aftur gamall? Konami
Nýjasta útgáfa knattspyrnuleiksins Pro Evolution Soccer kom út í gær. Leikurinn nýtur hylli um allan heim og hefur fengið prýðilega dóma það sem af er.

Í leiknum, rétt eins og í næsta FIFA-tölvuleik eins og Vísir greindi frá á dögunum, er hægt að spila sem íslenska karlalandsliðið.

Youtube-rásin „FIFA All Stars" nældi sér í eintak af leiknum í gær og hefur hlaðið upp myndbandi þar sem sjá má hvernig flestir leikmenn íslenska landsliðsins líta út í tölvuleikjaformi.

Ljóst er að sköpun sumra leikmanna hefur tekist betur en hjá öðrum. Ber þar sérstaklega að nefna Jóhann Berg Guðmundsson og Alfreð Finnbogason sem eru nær óþekkjanlegir. Bakverðirnir Birkir Már Sævarsson og Ari Freyr Skúlason eru sömuleiðis eins og klipptir út úr hryllingsmynd. Þá lítur Hörður Björgvin Magnússon eins og hann hafi spilað í 14-2 leiknum gegn Dönum árið 1967.

Yfirferðina má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir

Ísland með í FIFA 18

Samningar hafa náðst á milli EA SPORTS™ og KSÍ um að íslenska karlalandsliðið verði með í FIFA 18 sem er einn vinsælasti tölvuleikur í heimi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá KSÍ.

Persónuleg sambönd Guðna komu Íslandi í FIFA 18

Ekki var útlit fyrir að íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu yrði með í tölvuleiknum vinsæla FIFA 18. Persónuleg sambönd Guðna Bergssonar, formanns KSÍ, á norðurlöndunum komu málinu á hreyfingu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×