Lífið

Ferðamannafjöldinn við Seljalandsfoss stöðvaði ekki strípalinga

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Hvað er betra en að vera berrassaður í náttúrunni? Líklega mjög margt þegar það er svona kalt.
Hvað er betra en að vera berrassaður í náttúrunni? Líklega mjög margt þegar það er svona kalt. Skjáskot
Það viðraði ekkert sérstaklega á sænsku ferðalangana sem flökkuðu um Ísland á dögunum.

Það stöðvaði þá þó ekki að við að afklæðast undir berum himni við fjölfarna ferðamannastaði á Suðurlandi.

Í myndbandi sem einn þeirra, Pontus, setti á netið má sjá hvernig þeir fara frá einum fossinum í annan og vippa sér úr hverri spjör. Gerðu þeir það að eigin sögn til að „sameinast náttúrunni.“

Þrátt fyrir að fjölmargir ferðamenn hafi verið við Seljalandsfoss þann daginn, ótrúlegt en satt, varð það þó ekki til þess að þeir héldust í fötunum. Úr fóru þeir.

Þeir stöldruðu þó stutt við fossinn á sprellanum - enda var „hundleiðinleiðinlegt þar.“ Þeir fóru þó ekki án þess að kaupa sér stuttermabol. Fáir hafa líklega þurft á þeim bol meira að halda en sænsku strípalingarnir sem sjá má hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×