Viðskipti innlent

Andrea til liðs við Deloitte

Atli Ísleifsson skrifar
Andrea Olsen.
Andrea Olsen. Deloitte

Andrea Olsen lögmaður hefur verið ráðin til Deloitte og mun starfa sem liðsstjóri á skatta- og lögfræðisviði hjá félaginu.

Í tilkynningu frá Deloitte kemur fram að Andrea hafi lokið laganámi við Háskólann í Reykjavík árið 2009 og starfað hjá LOGOS lögmannsþjónustu undanfarin átta ár. Hún hafi meðal annars sérhæft sig í félagarétti, samrunum og yfirtökum, fjárhagslegum endurskipulagningum og fjármögnun fyrirtækja.

Áður en Andrea gekk til liðs við LOGOS starfaði hún hjá Creditinfo og Icelandair.

Bjarni Þór Bjarnason, sviðsstjóri skatta- og lögfræðisviðs Deloitte, segir það vera mikinn akkur fyrir fyrirtækið að fá Andreu í hópinn. „Við leggjum mikla áherslu á að veita viðskiptavinum okkar framúrskarandi þjónustu og trausta og áreiðanlega lögfræðiráðgjöf. Andrea hefur undanfarin ár starfað hjá stærstu lögmannsstofu landsins og kemur til okkar með mikla og góða reynslu sem mun nýtast Deloitte vel í þeim verkefnum sem framundan eru,“ segir Bjarni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
1,06
2
1.261
SYN
0,6
1
150
MARL
0,26
11
661.469
SIMINN
0,11
5
100.324
REGINN
0,11
8
170.457

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HEIMA
-3,23
63
197.498
ICEAIR
-1,11
16
242.371
VIS
-0,99
2
98.130
SJOVA
-0,93
2
16.303
EIK
-0,82
7
99.537