Tíska og hönnun

Allir í sínu fínasta pússi á þing­setningar­at­höfninni

Guðný Hrönn skrifar
Fólk var flott í tauinu í gær við þingsetningarathöfnina.
Fólk var flott í tauinu í gær við þingsetningarathöfnina. Vísir/Anton og Vilhelm

Eins og við var að búast voru allir flottir í tauinu á þingsetningarathöfninni á þriðjudaginn. Ljósmyndarar Fréttablaðsins fylgdust með þegar forseti Íslands, biskup Íslands, forseti Alþingis, ráðherrar og alþingismenn mættu til Alþingis í sínu fínasta pússi.

Óttarr Proppé klæddist fötum frá Kormáki & Skildi og Þorgerður Katrín samfestingi úr smiðju Steinunnar Sigurðardóttur. Benedikt og Kristján Þór héldu sig við blá jakkaföt. Vísir/VILHELM
Jakkinn sem Björt Ólafsdóttir klæddist kemur frá Stellu McCartney.
Katrín Jakobsdóttir klæddist kjól frá Hildi Yeoman. Vísir/Anton Brink
Hildur Sverrisdóttir klæddist fögrum kjól frá BIRNU og Jóna Sólveig Elínardóttir klæddist kjól frá Laura Ashley og skóm frá billi bi. Vísir/Vilhelm
Páll Magnússon klæddist jakkafötum frá Kultur Menn.
Kolbeinn Óttarsson Proppé var svalur í fötum frá Suitup Reykjavík. Vísir/Anton Brink
Þórunn Egilsdóttir klæddist glæsilegum þjóðbúning líkt og í fyrra.


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.