Viðskipti innlent

Páll nýr framkvæmdastjóri Hype auglýsingastofu

Atli Ísleifsson skrifar
Páll Guðbrandsson.
Páll Guðbrandsson. Hype

Páll Guðbrandsson hefur tekið við starfi framkvæmdastjóra hjá Hype auglýsingastofu. Sævar Már Björnsson sem gegnt hefur stöðu framkvæmdastjóra tekur við stöðu fjármálastjóra.

Í tilkynningu frá Hype segir að Páll gangi einnig í eigendahóp stofunnar en hann hefur síðastliðin fimm og hálft ár starfað hjá H:N Markaðssamskiptum sem viðskiptatengill og yfirmaður birtingardeildar. Þá starfaði hann einnig í fimm ár sem sölu- og markaðsstjóri hjá Skólavefnum.

„Í starfi sínu hjá H:N Markaðssamskiptum stýrði Páll vinnu fyrir fjölbreytta flóru kúnna sem skilaði verðlaunum, Lúðrum, á Ímark hátíðinni meðal annars fyrir Lambakjöt, Atlantsolíu og Kviku. Hann var einnig yfir birtingadeild H:N og hefur setið í fjölmiðlanefnd SÍA,“ segir í tilkynningunni.

Haft er eftir Páli að framundan séu gríðarlega spennandi tímar hjá Hype. „Vöxturinn síðustu ár hefur verið mikill og stöðugur og við sjáum ekki fyrir endann á þeirri þróun. Hype er auglýsingastofa sem sprettur upp úr þessum nýja stafræna veruleika í markaðsmálunum. Við sjáum um öll verkefni frá hugmyndavinnu og hönnun yfir í markaðs- og netráðgjöf, birtingar og allt þar á milli.“

Þá er haft eftir Sævari Má að með breytingunum sé Hype að styðja við áframhaldandi vöxt hjá stofunni. „Við erum virkilega ánægð með að fá Pál til liðs við okkur. Við höfum stækkað jafnt og þétt og nú þegar Páll kemur inn með sína reynslu getum við boðið okkar viðskiptavinum enn betri og fjölbreyttari þjónustu á sama tíma og við bætum við okkur nýjum verkefnum.“ segir Sævar.

Hype er fimm ára gömul auglýsingastofa en þar starfa fimm manns.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
1,06
2
1.261
SYN
0,6
1
150
MARL
0,26
11
661.469
SIMINN
0,11
5
100.324
REGINN
0,11
8
170.457

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HEIMA
-3,23
63
197.498
ICEAIR
-1,11
16
242.371
VIS
-0,99
2
98.130
SJOVA
-0,93
2
16.303
EIK
-0,82
7
99.537