Viðskipti innlent

Lindex opnar verslun á Akranesi

Atli Ísleifsson skrifar
Albert Þór Magnússon og Lóa Dagbjört Kristjánsdóttir, umboðsaðildar Lindex á Íslandi, við opnun verslunar í Reykjanesbæ.
Albert Þór Magnússon og Lóa Dagbjört Kristjánsdóttir, umboðsaðildar Lindex á Íslandi, við opnun verslunar í Reykjanesbæ. Lindex á Íslandi

Lindex hyggst opna verslun á Akranesi laugardaginn 4. nóvember. Frá þessu segir í tilkynningu frá fyrirtækinu, en þetta verður sjöunda verslun Lindex á landinu.

Verslunin er um 360 fermetrar að stærð og staðsett í miðbæ Akraness, að Dalbraut 1, milli verslunar Eymundssonar og Krónunnar. Þar var síðast verslun árið 2008, þegar tölvuverslun BT var þar til húsa.

Albert Þór Magnússon, umboðsaðili Lindex á Íslandi, kveðst óskaplega spenntur fyrir opnuninni. „Verslun okkar á Suðurnesjum hefur gengið vonum framar og hefur hvatt okkur áfram til að taka næstu skref og er því sérlega ánægjulegt að geta kynnt þetta í dag.“

Í tilkynningunni segir að undirbúningur fyrir opnun Lindex á Akranesi sé þegar hafinn en útlit verslunarinnar verður eftir svokallaðri „clean concept“ hönnun Lindex. Innréttingahönnunin byggi á björtu yfirbragði þar sem hvítur er áberandi litur í bland við svart og viðartóna sem gefi útliti verslunarinnar skandinavískt yfirbragð. 

Lindex rekur nú fimm verslanir á Íslandi – í Smáralind, Kringlunni, á Glerártorgi á Akureyri, Laugavegi 7 og í Krossmóum í Reykjanesbæ. Auk þeirra er rekin sérstök netverslun.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
1,06
2
1.261
SYN
0,6
1
150
MARL
0,26
11
661.469
SIMINN
0,11
5
100.324
REGINN
0,11
8
170.457

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HEIMA
-3,23
63
197.498
ICEAIR
-1,11
16
242.371
VIS
-0,99
2
98.130
SJOVA
-0,93
2
16.303
EIK
-0,82
7
99.537