Enski boltinn

PlayStation svaraði Mourinho

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mourinho draugfúll í rigningunni í gær.
Mourinho draugfúll í rigningunni í gær. Vísir/Getty

Jose Mourinho var ekki ánægður með sína menn í Manchester United þrátt fyrir 3-0 sigur liðsins á Basel í Meistaradeild Evrópu í gær.

Frammistaða United var sannfærandi í leiknum og sigurinn aldrei í hættu. En Mourinho kvartaði undan kæruleysi sinna mann eftir að liðið komst í 2-0 forystu.

„Við hættum að taka leikinn alvarlega og hættum að taka réttar ákvarðanir,“ sagði Mourinho. „Við hefðum getað komið okkur í klandur. Við vorum að spila „fantasy football“, PlayStation-fótbolta. Ég er ekki hrifinn af því með tilheyrandi brögðum og tilþrifum.“

Forráðamenn tölvuleikjarisans í  Bretlandi sáu sér um leið leik á borði og svöruðu Mourinho á Twitter-síðu sinni, líkt og sjá má hér fyrir neðan.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira