Körfubolti

Nýr Kani mættur í Vesturbæinn

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Jenkins í baráttunni undir körfunni í leik með George Mason síðastliðið vor.
Jenkins í baráttunni undir körfunni í leik með George Mason síðastliðið vor. Vísir/Getty
Körfuknattleiksdeild KR hefur gengið frá samningum við Bandaríkjamanninn Jalen Jenkins um að spila með liðinu á komandi leiktíð. Jenkins útskrifaðist úr George Mason háskólanum í vor þar sem hann spilaði með liðinu í NCAA undanfarin fjögur ár.

Jenkins spilaði tæplega 28 mínútur að meðaltali í leik í fyrra. Hann skoraði um tólf stig, tók sex fráköst og gaf tvær stoðsendingar að meðaltali. Liðinu gekk ekki vel og hafnaði í sjöunda sæti í tíu liða Atlantic deildinni.

Jenkins er mættur til landsins og verður í leikmannahópi KR sem mætir Belfius Mons-Hainaut frá Belgíu í áskorandakeppni Evrópu í Vesturbænum á þriðjudagskvöldið. Síðari leikurinn fer fram í Belgíu viku síðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×