Körfubolti

Nýr Kani mættur í Vesturbæinn

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Jenkins í baráttunni undir körfunni í leik með George Mason síðastliðið vor.
Jenkins í baráttunni undir körfunni í leik með George Mason síðastliðið vor. Vísir/Getty

Körfuknattleiksdeild KR hefur gengið frá samningum við Bandaríkjamanninn Jalen Jenkins um að spila með liðinu á komandi leiktíð. Jenkins útskrifaðist úr George Mason háskólanum í vor þar sem hann spilaði með liðinu í NCAA undanfarin fjögur ár.

Jenkins spilaði tæplega 28 mínútur að meðaltali í leik í fyrra. Hann skoraði um tólf stig, tók sex fráköst og gaf tvær stoðsendingar að meðaltali. Liðinu gekk ekki vel og hafnaði í sjöunda sæti í tíu liða Atlantic deildinni.

Jenkins er mættur til landsins og verður í leikmannahópi KR sem mætir Belfius Mons-Hainaut frá Belgíu í áskorandakeppni Evrópu í Vesturbænum á þriðjudagskvöldið. Síðari leikurinn fer fram í Belgíu viku síðar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira