Enski boltinn

Fá að vita meira um meiðsli Pogba í dag

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Paul Pogba var sársvekktur yfir því að þurfa að fara af velli í gær.
Paul Pogba var sársvekktur yfir því að þurfa að fara af velli í gær. Vísir/Getty

Manchester United mun frá frekari fregnir af alvarleika meiðsla Paul Pogba eftir læknisskoðun í dag. Hann meiddist í sigri liðsins á Basel í Meistaradeildinni í gær.

Pogba, sem bar fyrirliðabandið í gær, haltraði út af eftir aðeins átján mínútna leik, talið er líklegt að hann hafi tognað aftan í læri. Í gær sagði José Mourinho, þjálfari liðsins, að Frakkinn yrði líklega frá í nokkrar vikur. Lagði hann áherslu á að lið United væri sterkt og gæti þolað fjarveru Pogba sem hefur farið vel af stað í upphafi tímabilsins.

„Við grátum ekki meiðsli og ef Paul verður ekki með á sunnudaginn erum við Ander (Herrera), Michael (Carrick,) við erum með Fellaini og við erum með Nemanja (Matic),“ sagði Mourinho í samtali við Sky.

Mörkin úr leiknum má sjá hér að neðan.

Mourinho mun að öllum líkindum veita frekari upplýsingar um alvarleika meiðsla Pogba á blaðamannafundi á föstudaginn, fyrir leik liðsins gegn Gylfa Sigurðsssonar og félaga í Everton sem er á sunnudaginn.

Marcus Rashford, framherji United sem opnaði markareikninginn í Meistaradeildinni í sigrinum í gær, segir að liðið muni sakna Pogba á meðan hann jafnar sig af meiðslunum.

„Fjarvera hans er mikill missir,“ sagði Rashford í samtali við Sky. „Vonandi verður hann klár eins fljótt og hægt er.“

Rashford vonar þó að í fjarveru Pogba muni breidd leikmannahóps United koma að góðum notum.

„Þess vegna er um við með svona sterkan leikmannahóp. Það er gott fyrir stjórann og það er gott fyrir okkur leikmennina vegna þess að samkeppnin er svo mikil.“

Myndband af Pogba yfirgefa Old Trafford á hækjum var í dreifingu á Twitter í gær.


Tengdar fréttir

PlayStation svaraði Mourinho

Stjóri Mancheser United sendi sínum mönnum pillu eftir 3-0 sigur liðsins á Basel í Meistaradeild Evrópu í gær.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira