Handbolti

Fékk djúpan skurð á ennið vegna hárspennu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Facebook

Ótrúlegt atvik átti sér stað í sænska handboltanum í gær þegar leikmaður fékk djúpan skurð á enni eftir að hafa lent í samstuði við annan leikmann.

Ef að leikmenn vilja spila með hárspennu þá er þeim skylt að búa um spennuna með límbandi. Það var ekki gert og fékk stúlkan á myndinni hér fyrir neðan, Louise, ljótan skurð eftir samstuð við leikmann sem hafði ekki réttan frágang á hárspennu. Louise er tvítug og leikur með HK Aranäs í sænsku deildinni.

Móðir hennar birti meðfylgjandi mynd og vakti athygli á nauðsyn þess að búa um hárspennur á réttan hátt fyrir handboltaleiki. Sagði hún líðan dóttur sinnar eftir atvikum góða.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira