Erlent

Neyðist til að segja af sér eftir að hafa sótt brúðkaup samkynhneigðs frænda

Atli Ísleifsson skrifar
Yigal Guetta er meðlimur harðlínuflokksins Shas.
Yigal Guetta er meðlimur harðlínuflokksins Shas. Knesset

Ísraelski þingmaðurinn Yigal Guetta hefur neyðst til að segja af sér eftir að hann viðurkenndi að hafa sótt brúðkaup samkynhneigðs ættingja síns fyrir tveimur árum.

Guetta, sem er meðlimur harðlínuflokksins Shas, greindi nýlega frá því í útvarpsviðtali að hann hafi mætt í brúðkaup systursonar síns til að gleðja hann, þrátt fyrir að hjónabönd samkynhneigðra stríði gegn trúarsannfæringu hans.

Eftir að Guetta greindi frá málinu kröfðust fimm háttsettir rabbínar afsagnar þingmannsins þar sem þeir telji hann hafa „vanhelgað vilja guðs“.

Að sögn Haaretz neitaði þingmaðurinn að biðjast afsökunar og kaus sjálfur að stíga til hliðar til að koma í veg fyrir að stjórnmálaflokkur hans myndi koma honum frá.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira