Fótbolti

Snýr Ancelotti aftur til Englands?

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Ancelotti gerði Chelsea að Englands-og bikarmeisturum árið 2010. Hann var svo rekinn frá félaginu ári seinna.
Ancelotti gerði Chelsea að Englands-og bikarmeisturum árið 2010. Hann var svo rekinn frá félaginu ári seinna. Vísir/getty
Ítalski knattspyrnustjórinn Carlo Ancelotti er undir pressu hjá þýska stórveldinu Bayern Munich eftir ófullnægjandi árangur á síðasta tímabili. Heimildir ESPN herma að Ancelotti sé með augastað á endurkomu í ensku úrvalsdeildina, fari svo að samningi hans við Bayern verði rift.

Bayern urðu Þýskalandsmeistarar í vor, fimmta árið í röð, undir stjórn Ancelotti, sem tók við af Pep Guardiola sem knattspyrnustjóri félagsins í fyrra. En liðið var slegið út úr Meistaradeild Evrópu í 8-liða úrslitum og komst ekki í úrslitaleik þýsku bikarkeppninnar.

Fjölmiðlar hafa greint frá því að Julian Nagelsmann, hinn 30 ára knattspyrnustjóri Hoffenheim, sé á óskalista forráðamanna Bayern. Nagelsmann stýrði einmitt liði sínu til sigurs gegn Bayern á laugardaginn.

Það er klásúla í samningi Ancelotti við Bayern sem bíður upp á að samningnum hans verði rift í enda tímabilsins, og er talið líklegt að Bayern nýti sér það fari svo að liðið nái ekki að gera tilkall til Evrópumeistaratitilsins.

Liðið byrjaði tímabilið í Evrópu vel með 3-0 sigri á Anderlecht á heimavelli í gær.

Ancelotti er sagður líka vel lífið í Þýskalandi, en fari svo að hann snúi aftur til Englands gæti hann endað við völd hjá Arsenal, þar sem framtíð Arsene Wenger er ekki tryggð. Ancelotti ætti að kunna vel við sig í Lundúnum, en hann gerði Chelsea að Englandsmeisturum árið 2010.

 


Tengdar fréttir

Ancelotti bannað að reykja hjá Bayern

Eitt fyrsta verk Hasans Salihamidzic, nýs íþróttastjóra Bayern München, var að banna Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóra þýsku meistarana, að reykja á félagssvæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×