Sport

Þorsteinn úr leik á HM

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Þorsteinn stóð sig vel á mótinu í dag og stefnir ótrauður áfram á næsta stórmót.
Þorsteinn stóð sig vel á mótinu í dag og stefnir ótrauður áfram á næsta stórmót. Mynd/ÍF

Þorsteinn Halldórsson, bogfimikappi, er úr leik á heimsmeistaramóti fatlaðra sem fram fer í Peking í Kína.

Þorsteinn tapaði 136-129 fyrir Ngai Ka Chuen frá Hong Kong í 48 manna úrslitum eftir að hafa skorað 608 stig í niðurröðunnarkeppninni í morgun.

Ingi Þór Einarsson, annar tveggja yfirmanna landsliðsmála hjá ÍF, sagði Þorstein hafa skorað betur á mótinu heldur en á Ólympíuleikum fatlaðra í fyrra.

Þorsteinn varð fyrstur Íslendinga til að keppa í bogfimi á Ólympíuleikum fatlaðra. Hann stefnir að því að fara aftur þangað í Tókíó 2020.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira