Fótbolti

Marcelo framlengir við Madrid

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Ronaldo og Marcelo verða í eldlínunni með Real Madrid í kvöld.
Ronaldo og Marcelo verða í eldlínunni með Real Madrid í kvöld. vísir/getty

Hinn brasilíski Marcelo er búinn að framlengja samning sinn við Spánar- og Evrópumeistara Real Madrid. Samningurinn bindur hann við spænska stórveldið til ársins 2022.

Marcelo er 29 ára gamall og hefur verið hjá félaginu í áratug. Hann kom til Spánar frá Fluminense í heimalandinu árið 2007.

Hann hefur á þessum tíu árum hampað fjórum Spánarmeistaratitlum, tveimur bikarmeistaratitlum og þrisvar orðið Evrópumeistari með liðinu.

Real Madrid byrjar titilvörn sína í Evrópu í kvöld, þegar liðið fær gríska liðið Apoel í heimsókn á Santiago Bernabeu. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira