Fótbolti

Villas-Boas sakar andstæðinginn um að valda umferðarslysum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Portúgalinn Villas-Boas hefur verið hjá Shanghai síðan 2016
Portúgalinn Villas-Boas hefur verið hjá Shanghai síðan 2016 Vísir/getty
Andre Villas-Boas, knattspyrnustjóri Shanghai SIPG, hefur sakað Guangzhou Evergrande um að leggja á ráðin og valda umferðarslysum. BBC greinir frá.

Liðin mættust í 8-liða úrslitum Meistaradeild Asíu í gær, þar sem SIPG vann 5-4 í vítaspyrnukeppni.

„Tveir aðskildir bílar fyrir framan okkur lenntu í þremur bílslysum. Þetta félag getur valdið slysum,“ sagði Villas-Boas.

Shanghai missti tvo leikmenn út af í framlengingu leiksins, sem endaði 5-5 eftir að Shanghai leiddi 4-0 eftir fyrri leik liðanna

„Guangzhou eru með leikmenn sem gefa olnbogaskot og er ekki refsað. Dómarinn gaf okkar markmanni gult spjald í vítaspyrnukeppninni og það er hneyksli. Zhang Linpeng [leikmaður Guangzhou] átti að vera rekinn útaf í fyrri leiknum fyrir olnbogaskot, en aganefnd knattspyrnusambans Asíu sér það ekki sem ólöglega hegðun,“ bætti Villas-Boas við, sem var mjög ósáttur með dómara leiksins.

„Þetta er mesta afrek SIPG, því það er gegn félagi sem ræður yfir knattspyrnusambandi Asíu.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×