Lífið

Dísa Jakobs með tónleika á Græna hattinum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Bryndís Jakobsdóttir verður með tónleika á Akureyri annað kvöld.
Bryndís Jakobsdóttir verður með tónleika á Akureyri annað kvöld. MYND/ERNIR

Eftir áralanga búsetu erlendis er Dísa Jakobsdóttir flutt aftur heim og fagnar nú útgáfu nýrrar breiðskífu, Reflections, með tónleikahaldi á Græna hattinum á Akureyri annað kvöld.

Titillag plötunnar, Reflections, hefur setið á topplistum Rásar 2 í sumar og því verður einstakt tækifæri að sjá hana flytja efni plötunnar þar sem ber við nýjan hljóm. Á plötunni leitast Dísa við að kalla fram ambient-áhrif sem vekja hughrif og draumkennt ástand.

Hennar helstu yrkisefni eru ferðalög hugans, lýsingar á draumum og myndrænum hlutum og því mega áhorfendur búast við einskonar andlegu hugarferðalagi. Dísa flytur tónlist nýju plötunnar í bland við eldra efni á tónleikunum annað kvöld.

Hljómsveitin sem kemur fram ásamt Dísu er skipuð: Helgi Svavar Helgason, trommur og Hannes Helgason, hljómborð, Karl James, fiðla.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira