Sevilla náði í stig á Anfield | Sjáðu mörkin

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Liverpool og Sevilla skildu jöfn, 2-2, á Anfield í E-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

Sevilla fékk sannkallaða draumabyrjun þegar Wissam Ben Yedder kom liðinu yfir strax á 5. mínútu.

Eftir markið tók Liverpool völdin og þjarmaði að Sevilla. Pressan bar árangur á 21. mínútu þegar Roberto Firmino skoraði með skoti af stuttu færi eftir fyrirgjöf Albertos Moreno.

Á 37. mínútu kom Mohamed Salah Liverpool í 2-1. Fimm mínútum síðar fékk Firmino gullið tækifæri til að skora þriðja mark Liverpool en skaut í stöngina úr vítaspyrnu.

Staðan var 2-1 í hálfleik og allt fram á 72. mínútu þegar Joaquín Correa jafnaði metin.

Joe Gomez, hægri bakvörður Liverpool, fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt í uppbótartíma. Það breytti þó engu um úrslitin. Lokatölur 2-2.

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.