Engin Wembley-vandræði hjá Tottenham | Sjáðu mörkin

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Harry Kane skoraði tvívegis þegar Tottenham vann 3-1 sigur á Borussia Dortmund í H-riðli.

Góð byrjun hjá Tottenham sem hefur átt í miklum vandræðum á Wembley eins og frægt er orðið.

Son Heung-Min kom Spurs yfir eftir aðeins fjórar mínútur en Andriy Yarmalenko jafnaði metin með fallegu marki á 11. mínútu.

Tveimur mínútum síðar kom Kane Tottenham í 2-1 sem voru hálfleikstölur.

Kane skoraði svo sitt annað mark á 60. mínútu. Skömmu áður hafði mark verið ranglega dæmt af Pierre-Emerick Aubameyang, framherja Dortmund.

Jan Vertoghen var rekinn af velli í uppbótartíma en það breytti engu um úrslitin. Lokatölur 3-1, Tottenham í vil.

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.