Leikjavísir

Biðjast afsökunar á „rasískum“ hanska í Destiny 2

Samúel Karl Ólason skrifar
Fáni Kekistan og hanskinn umræddi.
Fáni Kekistan og hanskinn umræddi.
Tölvuleikjaframleiðandinn Bungie hefur fjarlægt hanska úr leiknum Destiny 2 vegna líkinda hanskans við fána hins ímyndaða ríkis Kekistan. Fáninn og ríkið var skapað af rasistum og internet-tröllum svokölluðum í Bandaríkjunum og naut innblásturs frá Þýskalandi Nasismans.

Bungie tísti um málið í gær og sagði líkindi hanskans og fánans ekki hafa verið viljandi og að hann yrði fjarlægður. Fyrirtækið tók þó ekki fram um hvaða hanska væri að ræða. Netverjar hafa þó áttað sig á því.

Framkvæmdastjóri BungiePete Parsons, tísti einnig um málið. Bæði tístin má sjá hér að neðan.

Sérfræðingur sem blaðamaður BBC ræddi við segir ljóst að umræddur hanski hafi ekki verið mikið á milli tannanna á fólki. Bungie hafi hins vegar stokkið á málið um leið og það kom upp og ekki reynt að fela það.



Eins og gefur að skilja eru margir sem segja Bungie hafa gert rétt og einnig eru margir sem hafa gagnrýnt fyrirtækið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×