Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Það stefnir í að það hægi á fjölgun ferðamanna sem koma hingað til lands á næstu árum, en það gæti reynt verulega á fyrirtæki í greininni og minni fyrirtæki gætu orðið undir. Fjallað verður ítarlega um stöðuna á íslenski ferðaþjónustu, stærstu útflutningsgrein landsins, og framtíð hennar í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.

Við fjöllum líka um manneklu á leikskólum borgarinnar. Enn vantar hundrað manns til starfa og leikskólastjóri segir stefna í óefni í vetur verði ekki breyting þar á en Skóla- og frístundaráð Reykjavíkurborgar samþykkti á fundi sínum í dag að setja á laggirnar tvö teymi til að bregðast við manneklu í leikskólum og frístundaheimilum.

Þá kynnum við okkur svokallaða deilibíla sem teknir verða í notkun í fyrsta skipti hér á landi eftir helgi en þá geta þeir sem ekki eiga bíl leigt bíla í allt niður í klukkutíma í senn. Í fréttatímanum skoðum við líka nýjasta iPhone-inn, en í honum er andlitsskanni sem gæti orðið til þess að breyta upplýsingaöryggi í heiminum. Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×