Viðskipti innlent

Fyrrverandi forstjóri Skeljungs ráðinn til VÍS

Hörður Ægisson skrifar
Framkvæmdastjórar VÍS verða fjórir í stað sex og þá er stjórnendum fækkað úr 33 í 26.
Framkvæmdastjórar VÍS verða fjórir í stað sex og þá er stjórnendum fækkað úr 33 í 26. vísir/anton brink

Valgeir Baldursson, sem lét af störfum sem forstjóri Skeljungs í lok síðasta mánaðar, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Fjárfestinga og reksturs hjá tryggingafélaginu VÍS. Þá hafa þrír framkvæmdastjórar hjá fyrirtækinu látið af störfum. 

Þetta kemur fram í tilkynningu VÍS til Kauphallarinnar en þar er greint frá því skipurit félagsins hafi verið einfaldað til muna þar sem framkvæmdastjórar verða fjórir í stað sex og þá er stjórnendum fækkað úr 33 í 26. Breytingarnar eru sagðar liður í aukinni áherslu á stafrænar lausnir í þjónustu við viðskiptavini og til að búa fyrirtækið betur undir framtíðaráskoranir sem blasa við.

Í tilkynningu VÍS segir að Agnar Óskarsson, framkvæmdastjóri tjónasviðs, Guðmar Guðmundsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, og Þorvaldur Jacobsen, framkvæmdastjóri þróunarsviðs, muni láta af störfum í kjölfar þessara breytinga.

Þá hefur Vísir heimildir fyrir því að Tryggva Guðbrandssyni, sem hefur verið forstöðumaður fjárfestinga hjá VÍS, hafi einnig verið sagt upp störfum hjá félaginu. 

Valgeir Baldursson lét af störfum sem forstjóri Skeljungs í lok síðasta mánaðar. vísir

Auk Valgeirs verða aðrir framkvæmdastjórar VÍS eftir breytingarnar þau Auður Björk Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Þjónustu, Guðný Helga Herbertsdóttir, framkvæmdastjóri Stafrænnar þróunar, og Ólafur Lúther Einarsson, sem verður framkvæmdastjóri Kjarnastarfsemi.

Helgi Bjarnason, sem tók við sem forstjóri VÍS síðastliðið sumar, segir í tilkynningu: „Við erum að þétta raðirnar og endurhugsa alla okkar nálgun og snertingu við viðskiptavini. Það er hluti af markmiði okkar sem er að veita viðskiptavinum VÍS bestu þjónustu sem völ er á. Við leggjum einnig með þessum skipulagsbreytingum aukna áherslu á stafrænar lausnir sem við teljum gegna lykilhlutverki í samkeppnishæfni okkar til framtíðar.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
0,91
15
171.901
SIMINN
0,33
3
53.573
SJOVA
0
4
42.086
HEIMA
0
3
2.531

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SYN
-1,44
3
26.024
ORIGO
-1,43
2
5.144
HAGA
-1,19
4
154.463
MARL
-1,14
8
256.988
EIM
-1,07
3
7.842