Golf

Ólafía: Völlurinn er ekkert lamb að leika sér við

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur leik á Evian Championship á morgun en þetta er síðasta risamót ársins. Mótið fer fram í Evian-les-Bains í Frakklandi.

„Þeir ætla að hafa þetta krefjandi og völlurinn er ekkert lamb að leika sér við. En mér líst mjög vel á þetta,“ sagði Ólafía í samtali við Þorstein Hallgrímsson sem er staddur í Evian ásamt Friðriki Þór Halldórssyni myndatökumanni.

En finnur hún einhvern mun á að spila þarna og á LPGA-mótaröðinni?

„Það er mikið landslag hér í Frakklandi. Það er mikið af upphækkunum til að hugsa um. Maður er þreyttur í fótunum eftir daginn. Annað er mjög fínt,“ sagði Ólafía. En hvað er mest krefjandi við völlinn í Evian?

„Það eru nokkur teighögg. Það er mikið landslag á flötunum, þannig að þú þarft að vera á réttum hluta. Það er aðallega það,“ sagði Ólafía sem hefur leik klukkan 15:09 að íslenskum tíma á morgun.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira