Handbolti

Sænsku meistararnir með fullt hús stiga

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Arnar Freyr skoraði þrjú mörk fyrir Kristianstad.
Arnar Freyr skoraði þrjú mörk fyrir Kristianstad. vísir/epa

Fjölmargir íslenskir handboltamenn voru á ferðinni með sínum liðum í Evrópu í kvöld.

Kristianstad er áfram með fullt hús stiga í sænsku úrvalsdeildinni eftir sex marka sigur á Helsingborg, 30-24, á heimavelli.

Arnar Freyr Arnarsson skoraði þrjú mörk fyrir sænsku meistarana og Gunnar Steinn Jónsson tvö. Ólafur Guðmundsson var ekki á meðal markaskorara.

Team Tvis Holstebro er aðeins með eitt stig eftir fyrstu tvo leikina í dönsku úrvalsdeildinni. Holstebro tapaði 27-31 fyrir SönderjyskE í kvöld. Vignir Svavarsson skoraði tvö mörk fyrir Holstebro en Egill Magnússon var ekki á meðal markaskorara.

Tandri Már Konráðsson komst ekki á blað þegar Skjern vann fjögurra marka sigur á Mors-Thy, 30-26, á heimavelli. Skjern er á toppi dönsku deildarinnar með fjögur stig.

Ásgeir Örn Hallgrímsson var ekki á meðal markaskorara þegar Nimes vann stórsigur á Tremblay, 30-21, í 1. umferð frönsku úrvalsdeildarinnar.

Geir Guðmundsson skoraði eitt mark fyrir Cesson-Rennes sem tapaði með minnsta mun, 29-30, fyrir Saran á útivelli. Guðmundur Hólmar Helgason komst ekki á blað.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira