Fótbolti

Evrópumeistararnir byrja vel | Öll úrslit kvöldsins í Meistaradeildinni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Átta leikir fóru fram í 1. umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

Evrópumeistarar Real Madrid hófu titilvörnina með öruggum 3-0 sigri á APOEL í H-riðli. Cristiano Ronaldo skoraði tvö mörk fyrir Real Madrid og Sergio Ramos eitt. Þetta í þrítugasta sinn sem Ronaldo skorar tvö mörk eða meira í leik í Meistaradeildinni.

Í hinum leik H-riðils vann Tottenham 3-1 sigur á Borussia Dortmund á Wembley.

Liverpool og Sevilla gerðu 2-2 jafntefli í E-riðli. Hinum leik riðilsins, milli Maribor og Spartak Moskva, lyktaði einnig með jafntefli, 1-1.

Manchester City vann fyrirhafnarlítinn sigur á Feyenoord í F-riðli. Lokatölur 0-4, City í vil.

Í hinum leik riðilsins vann Shakhtar Donetsk góðan sigur á Napoli, 2-1.

Í G-riðli gerðu RB Leipzig og Monaco 1-1 jafntefli í fyrsta Meistaradeildarleik þýska liðsins og Besiktas vann 1-3 útisigur á Porto.

Úrslit kvöldsins:

E-riðill:

Liverpool 2-2 Sevilla
0-1 Wissam Ben Yedder (5.), 1-1 Roberto Firmino (21.), 1-2 Mohamed Salah (37.), 2-2 Joaquín Correa (72.).
Rautt spjald: Joe Gomez, Liverpool (90+4.).

Maribor 1-1 Spartak Moskva
0-1 Aleksandr Samedov (59.), 1-1 Damjan Bohar (85.).

F-riðill:

Feyenoord 0-4 Man City
0-1 John Stones (2.), 0-2 Sergio Agüero (10.), 0-3 Gabriel Jesus (25.), 0-4 Stones (63.).

Shakhtar Donetsk 2-1 Napoli
1-0 Taison (15.), 2-0 Facundo Ferreyra (58.), 2-1 Arkadiusz Milik, víti (71.).

G-riðill:

RB Leipzig 1-1 Monaco
1-0 Emil Forsberg (33.), 1-1 Youri Tielemans (34.).

Porto 1-3 Besiktas
0-1 Anderson Talisca (13.), 1-1 Dusko Tosic, sjálfsmark (21.), 1-2 Cenk Tosun (28.), 1-3 Ryan Babel (87.).

H-riðill:

Tottenham 3-1 Dortmund
1-0 Son Heung-Min (4.), 1-1 Andriy Yarmalenko (11.), 2-1 Harry Kane (13.), 3-1 Kane (60.).
Rautt spjald: Jan Vertonghen, Tottenham (90+2.).

Real Madrid 3-0 APOEL
1-0 Cristiano Ronaldo (12.), 2-0 Ronaldo, víti (51.), 3-0 Sergio Ramos (61.).


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira