Körfubolti

Serbar síðasta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum á EM

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Bogdan Bogdanovic var atkvæðamestur í liði Serba.
Bogdan Bogdanovic var atkvæðamestur í liði Serba. vísir/getty

Bogdan Bogdanovic skoraði 22 stig, tók sex fráköst og gaf fjórar stoðsendingar þegar Serbía tryggði sér sæti í undanúrslitum á EM í körfubolta með 67-83 sigri á Ítalíu í kvöld.

Sigur Serba var nokkuð öruggur en þeir leiddu lengst af. Staðan í hálfleik var 33-44, Serbíu í vil.

Serbneska liðið hafði mikla yfirburði í frákastabaráttunni sem það vann 44-19.

Bogdanovic var atkvæðamestur í liði Serba. Fyrirliðinn Milan Macvan skoraði 13 stig, tók sex fráköst og gaf þrjár stoðsendingar.

Marco Bellinelli var stigahæstur í ítalska liðinu með 18 stig en hann var aðeins með 29,4% skotnýtingu. Luigi Datome skoraði 15 stig.

Serbar mæta Rússum í undanúrslitunum á föstudaginn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira