Erlent

Tvöföld skattalækkun hjá öldruðum

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar.
NORDICPHOTOS/AFP
Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar. NORDICPHOTOS/AFP
Sænska ríkisstjórnin boðar tvöföldun á fyrirhugaðri skattalækkun hjá ellilífeyrisþegum í fjárlögum fyrir 2018.

Stefnt er að því að afmá í síðasta lagi 2020 skattagjána milli ellilífeyrisþega og launþega sem myndaðist þegar fyrri ríkisstjórn kom á ýmsum frádráttarliðum eingöngu fyrir launþega.

Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, segir að ellilífeyrisþegar eigi ekki að greiða meira en launþegar.

Þegar þingkosningar fara fram í Svíþjóð á næsta ári verða 27,5 prósent kjósenda 65 ára og eldri.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×