Erlent

Tvöföld skattalækkun hjá öldruðum

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar.
NORDICPHOTOS/AFP
Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar. NORDICPHOTOS/AFP

Sænska ríkisstjórnin boðar tvöföldun á fyrirhugaðri skattalækkun hjá ellilífeyrisþegum í fjárlögum fyrir 2018.

Stefnt er að því að afmá í síðasta lagi 2020 skattagjána milli ellilífeyrisþega og launþega sem myndaðist þegar fyrri ríkisstjórn kom á ýmsum frádráttarliðum eingöngu fyrir launþega.

Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, segir að ellilífeyrisþegar eigi ekki að greiða meira en launþegar.

Þegar þingkosningar fara fram í Svíþjóð á næsta ári verða 27,5 prósent kjósenda 65 ára og eldri.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira