Innlent

Ungir jafnaðarmenn mótmæltu á þingpöllunum

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Ungir jafnaðarmenn héldu á borða með skilaboðunum "Virðið barnasáttmálann.“ Hér er Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, í pontu á Alþingi í kvöld.
Ungir jafnaðarmenn héldu á borða með skilaboðunum "Virðið barnasáttmálann.“ Hér er Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, í pontu á Alþingi í kvöld. vísir/ernir
Ungir jafnaðarmenn mótmæltu á pöllum Alþingis þegar Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, flutti stefnuræðu sína á Alþingi í kvöld. Þeir héldu á borða með skilaboðunum „Virðið barnasáttmálann.“

Í tilkynningu sem þeir sendu frá sér í kvöld vísa Ungir jafnaðarmenn í mál þeirra Haniye og Mary en þær eru ungar stúlkur á flótta sem vísa á úr landi. Foreldrar þeirra hafa sótt um hæli hér á landi en umsóknunum verið synjað af stjórnvöldum.

„Mál stúlknanna tveggja eru langt frá því að vera einsdæmi. Þau draga hins vegar fram á mjög skýran hátt hversu ómannúðleg stefna stjórnvalda í málefnum hælisleitenda er. Stjórnvöld hafa margbrotið gegn Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna við afgreiðslu hælisumsókna og Umboðsmaður barna hefur lýst áhyggjum af því að staða barna sem leita hér alþjóðlegrar verndar sé veik,“ segir í tilkynningu Ungra jafnaðarmanna sem benda jafnframt á að aldrei í sögunni hafi fleiri börn verið á flótta en einmitt nú.

„Það er með öllu óásættanlegt að íslensk stjórnvöld beri fyrir sig valkvæða heimild í Dyflinnarreglugerðinni og vísi börnum, sem hingað leita skjóls og verndar, aftur út í óvissu og öryggisleysi. Það er siðferðisleg skylda okkar að taka utan um börn á flótta og veita þeim skjól.“


Tengdar fréttir

Þykir súrt hvernig stjórnvöld beita Dyflinnarreglugerðinni

Forstjóri Barnaverndarstofu segir það pólitíska ákvörðun að senda hælisleitendur beint úr landi á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Samfylkingin hyggst leggja fram frumvarp til að veita tveimur fjölskyldum ríkisborgararétt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×