Fótbolti

Hörður Björgvin: Hleypti Yarmalenko úr vasanum á mér

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hörður Björgvin gefur fyrir í leiknum gegn Úkraínu í síðustu viku.
Hörður Björgvin gefur fyrir í leiknum gegn Úkraínu í síðustu viku. vísir/anton

Andriy Yarmalenko skoraði afar laglegt mark þegar Borussia Dortmund tapaði 3-1 fyrir Tottenham í H-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

Yarmalenko lék með úkraínska landsliðinu gegn því íslenska á Laugardalsvellinum í síðustu viku.

Úkraínumaðurinn öflugi komst þá lítt áleiðis gegn Herði Björgvini Magnússyni sem átti skínandi leik í stöðu vinstri bakvarðar hjá Íslandi.

Hörður gantaðist með það á Twitter í kvöld að hann hefði hleypt Yarmalenko úr vasanum á sér í kvöld og hrósaði honum fyrir markið.Mark Yarmalenkos og öll mörkin úr leik Tottenham og Dortmund má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira