Tónlist

Eðvarð og Lana Del Rey innileg í nýja myndbandinu

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Faðmlög, daður og önnur atlot eru fyrirferðamikil í myndbandinu.
Faðmlög, daður og önnur atlot eru fyrirferðamikil í myndbandinu. Skjáskot

Fyrirsætan, tónlistarmaðurinn og leikarinn Eðvarð Egilsson stelur senunni í nýju myndbandi Lönu Del Rey sem rataði á vefinn í gær.
Vísir greindi frá því á dögunum hvernig Eðvarð rataði í myndbandið við lagið White Mustang. Vinkona hans hafi bent á Eðvarð þegar leikstjóri myndbandsins var að leita að einhverjum sem líktist Gregg Allman. Strax daginn eftir hafi hann verið boðaður í viðtal og ekki leið á löngu áður hann var búinn að hreppa hlutverkið.

Sjá einnig: Kíkti í heimsókn til Lönu Del Rey og lék í myndbandi

Tveimur dögum eftir spjall við Lönu var myndbandið tekið upp í Hollywood Hills og miðborg Los Angeles sem Eðvarð segir að hafi verið svaka skemmtilegt og gengið vel.

Dægurmálavefurinn Hollywood Life á vart orð yfir hinn „heita, síðhærða elskhuga“ sem sést í innilegum atlotum við Lönu í myndbandinu - sem sjá má hér að neðan. Það hefur fengið rúmlega eina og hálfa milljón áhorfa á einum sólarhring.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira