Fótbolti

Hörður Björgvin: Skrýtið að þjálfarinn vildi halda mér

Hörður Björgvin fær ekki mínútu í ensku B-deildinni um þessar mundir.
Hörður Björgvin fær ekki mínútu í ensku B-deildinni um þessar mundir. Vísir/Getty

Allflestir stuðningsmenn íslenska landsliðsins eiga erftit með að skilja af hverju Hörður Björgvin Magnússon virðist lítil tækifæri fá hjá enska B-deildarliðinu Bristol City, sérstaklega eftir frammistöðu hans með íslenska landsliðinu og í leik þess gegn Úkraínu á dögunum.

Hörður Björgvin náði í leiknum að halda niðri stærstu stjörnu Úkraínu, kantmanninum Andryi Yarmalenko, og hlaut mikið lof fyrir frammistöðu sína.

Engu að síður virðist Lee Johnson, þjálfari Bristol City, ekki áhugasamur um að nota Hörð Björgvin nema í leikjum liðsins í ensku deildabikarkeppninni. Hann var ónotaður varamaður í 3-3 jafntefli liðsins gegn Wolves um helgina.

„Það er skrýtið að þjálfarinn hafi viljað halda mér en spili mér ekki,“ sagði Hörður Björvin í samtali við Morgunblaðið en hann var nálægt því að fara til rússneska félagsins Rostov á láni en ekkert varð af því.

„Hann hefur fjóra aðra miðverði til að tefla fram. Hann kýs að nota aðra menn þessa stundina en lofar engum föst sæti, nema fyrirliðanum. Ég stend eftir sem eitthvert spurningamerki og veit ekkert hvað er í gangi.“


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira